Auður Gunnur er listakona sem ég heillaðist algjörlega af og langaði mikið til að fá til liðs við okkur í að hanna næsta Míuverðlaunagrip. Fríða hafði samband við hana og fengum við fund með henni á vinnustofu hennar í Íshúsi Hafnarfjarðar.
Þegar við fórum að tala við Auði Gunni kom í ljós að hún hefur unnið á Landspítalnum til fjölda ára. Hún gæti því ekki passað betur inní hópinn okkar og er það okkur sannur heiður að tilkynna ykkur að næstu Míuverðlaun verða í hennar höndum.




Hægt er að lesa nánar um Auði Gunni og skoða verkin hennar inná heimasíðu Kaolin þar sem verkin hennar eru einnig til sýnis og sölu. Takk elsku Auður Gunnur fyrir að taka þátt í þessari vegferð með okkur.
Þórunn Eva