BYLGJA & HJÖRVAR

BYLGJA & HJÖRVAR

Maí foreldra Míuboxið var svo skemmtilegt. Road Trip á norðurland og ótrúlega gaman að gleðja landsbyggðar foreldra í annað sinn.

Bylgja og Hjörvar eru hjón í Skagafirði á fallegum sveitabæ rétt við Hóla í Hjaltadal. Við Fríða nutum okkar í spað að taka smá „road trip“ og færa þeim maí foreldra Míuboxið. Þó það hafi verið afhent 27. apríl þá tilheyrir þetta fallega Míubox maí. 

Við fengum svo mikla hjálp við þetta Míubox en Aldís frænka mín hjálpaði mér og Fríðu að skipuleggja smá „get away“ á norðurlandi fyrir þau hjúin ásamt því að setja fallegar vörur ofan í Míuboxið fyrir þau. 

Við náðum að halda þessu alveg leyndu og þegar ég hafði samband við Bylgju og sagði henni að við værum með Míubox handa henni og Hjörvari, hvenær væri best að koma við þá varð hún svo hissa og lét fylgja með að þau byggju sko í Skagafirði! Ég sagðist vita það og væri nánast fyrir utan hjá þeim. Þetta hefði nú bara ekki getað heppnast betur og fær Sonja systir Bylgju fimm stjörnur frá okkur. 

Hún var svo hissa og sagði, það er samt svo stutt síðan ég sagði Sonju frá þessu verkefni. Ég trúi ekki að þið séuð bara hérna. Bernharð litla hetjan þeirra náði sko heldur betur að bræða okkur Fríðu. Þessir spékoppar eru eitthvað annað fallegir. 

Það er svo gaman að kynnast öllu flotta fólkinu sem er orðin svo stór partur af Mia Magic. Þetta litla fallega samfélag okkar er alltaf að stækka og stækka. Svo gaman, takk allir fyrir að taka svona vel í það að við komum. 

N1 hjálpaði okkur að afhenda Míuboxið með því að styrkja okkur um bensín kort. Takk N1 fyrir aðstoðina. Virkilega dýrmætt. 

Innihald maí foreldra Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan. (öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt við úthlutun)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu voru (Instagram nöfn fyrirtækjanna) @asbjornolafs  @grums_iceland @teogkaffi @rakeltomas @ @agnes_markthjalfi @eddautgafa @dimmverslun @bjarturogverold @arkaheilsuvorur @sensaibeauty_iceland @northsailing @svartaborg @gamlibaukur @lindhonnun – Takk svo mikið fyrir hjálpina öll sem eitt. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra.

 

// Þórunn Eva & Míuteymið

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts