ELÍSA BJÖRK & BJARKI

ELÍSA BJÖRK & BJARKI

Elísa og Bjarki búa á Neiskaupsstað en við komumst svo að því að við vorum nánast á sama stað og þau í sveitinni hjá Egilsstöðum. Tók okkur ekki nema 5 mín að keyra til þeirra í morgun. Þau í bústað og við vöknuðum á dásamlega 1001 nótt hótel, setjum inn færslu um gististaði síðar.

Svo ótrúelga gaman að hitta Elísu, hún var svo endalaust glöð og þakklát. Eins og allir sem við höfum hitt.

Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Elísu og Bjarka. Algjör draumur að fá tækifæri að hitta allt þetta frábæra fólk sem við erum svo lukkulegar með að fá að hitta á þessari hringferð ! 

Það þarf víst að taka bensín og svona, Fríða, annar ljósmyndari ferðarinnar náði þessu magnaða augnabliki á „filmu“ þegar ég dældi á bílinn. Ég vann nú einu sinni heilt sumar sem bensín tittur á Olís í Grindavík og er því með mastersgráðu í bensín dælingu, ekki segja manninum mínum það samt. Hann heldur að ég kunni ekki að dæla.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@nola.is @arkaheilsuvorur @taratjorva @thebodyshopisl @noelstudio.is @loford_verslun @ingaelin @bluelagoonis @arcticadventures @snuran.is @hugrunheklaart @hotelvikimyrdal

Takk elsku Birgitta fyrir að prjóna þetta ó svo fallega eyrnaband. Nauðsynlegt fyrir íslenskt sumar.

// Þórunn Eva og Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts