Æji það er alltaf jafn gaman að gleðja. Fáum ekki nóg af því.
Í þetta sinn var það hin hugrakka Gabríela Tara sem hlaut auka úthlutun á Míuboxi. Hún er í öðrum bekk og elskar fimleika. Svo dásamleg skvísa í alla staði. Við fengum Gústa B með okkur í lið að gleðja hana og vá hvað það var gaman.
Gústi B er ótrúlega flottur ungur maður sem gaf sér sko tíma í að spjalla og hafa gaman. Dásamleg kvöldstund með flottu fólki. Eitt annað, eruði ekki að kunna að meta að það sé orðið bjart fram á kvöld ? Við elskum það í tætlur því það er eitthvað svo gaman við sumarkvöldin.
Ég ætla að leyfa myndunum að njóta sín og vonandi fáum við að hitta Gústa B og gera eitthvað með honum aftur seinna.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Gabríelu. Við gerum okkur fullkomlega grein fyrir því að það er ekki sjálgefið að hafa ykkur öll með okkur í þessu. Við erum ótrúlega þakklát. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Gústa B Míuboxinu eru:
@hulan.is @watercolorbyruth @playroom.is @rambastore @eddautgafa @isbudhuppu @goa.is @thebodyshopisl @cu2heildsala @lindexiceland
// Þórunn Eva & Fríða