JÓN SVERRIR & ERIK VALUR

JÓN SVERRIR & ERIK VALUR

Eftir að hafa planað í marga mánuði að gefa tveim yndislegum bræðum Míubox fengu þeir loksins afhent boxin sín á föstudagskvöldið.  Það var ótrúlega gaman að gleðja þessa ofurduglegu og jákvæðu stráka og koma þeim og foreldrum einstaklega á óvart ❤️

Síðan ég kom inn í Mia Magic hef ég hugsað um að útbúa box fyrir þá en ég vissi að þeir myndu líklega ekki fá box. Ástæðan fyrir því er nú ekki sú að að þeir eigi það ekki skilið heldur er mamma þeirra hún Þórunn Eva sú sem stofnaði Mia Magic. Eftir að mín skotta fékk sitt Míubox fyrir ári síðan varð ég fljótlega hluti af Mia Magic og hef ég fengið að taka þátt í að gleðja börn og foreldra í hverjum mánuði sem gefur manni ótrúlega mikið. Langaði mig því að gleðja þá bræður líka þar sem mín stelpa var í skýjunum í langan tíma eftir að hafa fengið sitt Míubox.

Jón Sverrir og Erik Valur hafa óskað þess að fá Míubox og var það svo gaman að leynipúkast og útbúa þessi fallegu box án þess að þeim grunaði nokkuð.

Takk allir sem tóku þátt í að hjálpa okkur að gleðja þessa ofurbræður.

Innihald Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan. (öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins) Myndir birtar með leyfi Jóns Sverris og Eriks Vals.

@altisisland @hulan.is @termasnyrtivorur @fluovericeland @isbudhuppu @laugarasbio @dogmarvk @sokkabudin_cobra @2guysrvk @vangavelturlilju

| Fríða Björk

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts