LÍF & MAGGI

LÍF & MAGGI

Líf Steinunn og Maggi eru foreldrar sem hafa aldeilis fengið verkefni lífsins uppí hendurnar með miklum látum.

Þegar við löbbuðum inn í íbúðina hjá Líf og Magga var það eins og að labba inní eina allra fallegustu íbúð Manhattan. Allt öðruvísi en við á að búast á Íslandi og vá hvað það var gaman. Íbúð þeirra hjóna endurspeglar svo sannarlega hlýleikan sem býr í hjörtum þeirra og var æðislegt að kynnast þeim og geta glatt þau með fallegu Míuboxi.

Það er algjörlega magnað að hlusta á sögur foreldra langveikra barna. Öll svo sterk, öll svo mögnuð en á sama tíma sér maður í augum þeirra nákvæmlega það sem þau eru að upplifa. Kannski því við þekkjum það að þurfa að berjast fyrir börnin okkar og vitum hvernig það er að eiga langveikt barn en á sama tíma þá langar manni að taka í burtu allar þessar erfiðu minningar, allan þennan óbærilega sársauka og setja nokkra dropa af gleði aftur í fallegu augu allra þeirra sem við tölum við.

Á sama tíma samt sér maður blik í augum þeirra sem við sjáum ekki hjá þeim sem hafa þurft að upplifa þessa hluti með börnunum sínum. Það er eitthvað sem maður vill ekki taka í burtu eða strá gleði yfir til að fela því þetta er blik í augum sem sýnir manni styrk, seiglu og hversu mögnuð þau eru. Líf og Maggi hafa þetta og VÁ það er ekki hægt að lýsa hversu magnaðir einstaklingar þau eru bæði í sitthvoru lagi og saman.

Í kortinu þeirra frá Mia Magic stóð að þau verði að muna að knúsa hvort annað á hverjum degi. Langar mig að minna ykkur hin á það líka og reyndar bara alla. Knúsið maka ykkar og börn alla daga. Knús gera svo mikið og segja svo mikið. Tenging sem þú getur ekki fengið nema með góðu knúsi.

Langar okkur að senda Líf og Magga innilegar þakkir fyrir að taka á móti okkur, kaffið og veitingarnar og extra mikið takk fyrir að segja okkur söguna sína. Það er alltaf hægt að taka eitthvað gott með sér til að bæta sjálfan sig eftir heimsókn frá fólki eins og þeim hjónum. Gangi ykkur ofsalega vel í öllu því sem þið eruð að tækla og extra knús á gormana ykkar. Það sem þau eru hugrökk og flott eins og foreldrarnir.

Innihald febrúar foreldra Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan.
(öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu voru @konaiceland @teogkaffi @leirdis @islandshotel @asbjornolafs @unalome.is @serfaedingarihudumhirdu @agnes_markthjalfi @rakeltomas @by_multy_ & æðislegir hitapokar frá yndislegum fylgjenda Mia Magic henni @heidaros og mömmu hennar.

Takk svo mikið fyrir hjálpina öll sem eitt. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra.

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts