Næsta stopp var Bolungarvík en við ákváðum að hittast í Hnífsdal hjá frænku minni henni Halldóru Sigrúnu. Við hittum mögnuðu mömmuna hana Maju. Algjörlega orðlaus yfir þessari konu. Skemmtileg, brosmild, þakklát og umfram allt dásamleg mamma fyrir syni sína. Svo ég útskýri smá þá er ekki oft sem við rúllum á vestfirði. Við slógum því tvær flugur í einu höggi og afhentum Baldri syni hennar Míubox líka.
Þau voru búin að eiga inni Míubox í ansi langan tíma, þau voru með þeim allra fyrstu sem fengu umsókn senda inn af dásamlegri vinkonu. Baldur er fæddur árið 2004 og því hans seinasti séns að fá úthlutun. Ég tók því þá ákvörðun að færa þeim báðum á sama tíma.
Dásamlega Rakel vinkona mín sem er ansi dugleg að mynda fyrir okkur hina ýmsu viðburði, enda ljósmyndari í hæsta gæðaflokki, kom með mér vestfirðina og var ég svo heppin að hún var með myndavélina með sér þessi elska. Hún á allar myndirnar sem teknar voru í þessari ferð.
Bílaumboðið Askja hjálpaði okkur að komast á staðinn, Hótel Ísafjörður hjálpaði okkur með gistingu en ég var svo ótrúlega heppin að hitta á Kristján hótelstjóra morgunin sem við lögðum af stað frá Ísafirði, ómetanlegt að geta þakkað fólki í persónu fyrir alla hjálpina. Gætum þetta aldrei nema með hjálp frá stórkostlegum fyrirtækjum. TAKK ALLIR !
Maja var ekki lengi að skella á sig húfunni frá 66 norður og því algjörlega reddý í vestfirskan vetur. Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja elsku Maju. Algjörlega ómetanlegt að geta komið henni á óvart því hún hélt að sonur hennar væri einungis að fá Míubox. Fyrsta jólagjöfin var afhent fyrir vestan en við vorum svo heppnar að fá aftur handsmíðuðu jólatrén frá SMÁTRÉ GUNNARS.
Takk allir sem tóku þátt í að gera Míuboxið hennar Maju fallegt og gleðja hana ó svo mikið. Algjörlega stórkostlegt að hafa ykkur öll með !
Instagram nöfn fyrirtækjanna sem tóku þátt eru eftirfarandi:
@smatre.gunnars @bokabeitan @essei_heildverslun @taratjorva @s4s.is @arkaheilsuvorur @66north @viking_village @noelstudio.is @skylagooniceland & @birgittath81 prjónaði fallegu sokkana fyrir þetta dásamlega Míubox.
// Þórunn Eva og Rakel Ósk