Tilnefna til Míuverðlauna

Míuverðlaunin fara fram þann 14. september 2023 á Spritz Venue, Rauðarárstíg 27, Reykjavík. Það verður hægt að tilnefna til Míuverðlaunanna frá 15.maí til 31.maí. Við lokum þá fyrir og ekki verður hægt að bæta við tilnefningum. Allir þeir sem fá tilnefningu fá Míunælu senda heim í pósti en svo verða 10 valdir af valnefndinni til þess að mæta á verðlaunin og verður það einn sem hlýtur svo verðlaunin. Mikilvægt er að gera góða greinagerð af hverju viðkomandi aðili á verðlaunin skilið. Þetta er ekki vinsældarkosning heldur verður alfarið farið eftir því sem sagt er um þá sem tilnefndir eru. Gott er að lesa yfir verklagsreglur valnefndar áður en tilnefning er send inn.

VERKLAGSREGLUR VALNEFNDAR UM TILNEFNINGAR TIL MÍUVERÐLAUNA

1.gr.

Markmið Míuverðlaunanna eru að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Tilgangurinn með tilnefningu til Míuverðlaunanna er að vekja athygli á því góða starfi sem heilbrigðisstarfsfólk gerir fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er.

 

 

2.gr.

Sérstök valnefnd fer yfir allar þær tilnefningar sem berast og velur eina af þeim sem fær úthlutað Míuverðlaunin. Í nefndinni eru eftirfarandi fullrúar:

Bára Hildur Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá ríkissáttasemjara

Fríða Björk Arnardóttir, Framkvæmdarstjóri Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna.

Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd

Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykjavík Letterpress
 

Þórunn Eva G. Pálsdóttir, stofnandi & eigandi Mia Magic  

 

3.gr.

Við heildarúthlutun skal hafa í huga eftirfarandi; 

  • Að viðkomandi sé fyrirmynd fyrir aðra heilbrigðisstarfsmenn þegar komið er að umönnun barna og samskipti við fjölskyldur þeirra.  
  • Að viðkomandi sé viljugur að vinna með öðru  heilbrigðisstarfsfólki sé það hagur barnsins. 
  • Að viðkomandi  skapi jákvætt og öruggt umhverfi fyrir barnið og fjölskyldur þeirra.  
  • Að viðkomandi leggi sig fram við að sýna skilning og útskýrir allt vel til að barnið og fjölskyldan skilji hvað er í gangi. 
  • Að viðkomandi gefi sér tíma til að hlusta á áhyggjur fjölskyldunnar og geri ekki lítið úr þeim. 

4.gr.

Tilnefningar skulu berast fyrir 31.maí ár hvert. Tilnefningar eru sendar inn rafrænt inn á vef Mia Magic (www.miamagic.is). Verðlaunin eru veitt einu sinni ári. Valnefnd fer yfir allar tilnefningar á sérstökum fundi. 

Ef nægar upplýsingar berast ekki með umsókninni getur nefndin ógilt umsóknina.

Mikilvægt er að nefna það sem viðkomandi aðili gerði gott á því ári sem viðkomandi er tilnefndur.