Viljiði fá Míu charms fyrir crocks í sölu? 🖤 ...
Elvíra María fór í myndatöku í vor hjá elsku @hkbmoments 📸
Eruði að sjá þessa dásamlegu skottu með Míuna sína. Eruði að sjá hvað hún elskar Míuna sína?
Peningurinn sem safnast í @reykjavikmarathon fer í það að láta framleiða fleiri Míur og prenta Míubókina sem kemur út vorið 2024 ✨
Mía er að hjálpa svo mörgum börnum. Vildi óska að þið gætuð lesið öll skilaboðin sem ég fæ um það hve Mía hjálpar mikið.
Míurnar eru langflestar gefnar á Barnaspítalanum. Það er einnig hægt að kaupa hjá @dimmverslun .. systkini langveikra barna hafa ansi mörg nælt sér í Míu þar eða inn á @hulan.is ✨ þið sem verslið Míu, þá fer öll upphæðin beint til Mia Magic.
Mæli með að þið kíkið á hlaupastyrk og veljið ykkur hlaupara sem hleypur fyrir Mia Magic. Með því hjálpið þið enn fleiri börnum að eignast Míu ✨
LINKUR Í BIO ✨ ...
Barnið er hægt og rólega að hressast eftir ansi hressilega veikindatörn. Gleymi stundum að þeir bræður geta nælt sér í allskonar sem allir hinir geta líka nælt sér í og ó boy he did ✨
EN þegar þeir fara að sýna merki um að allt er í rétta átt og ég þarf minna að spá í að það er eitthvað off við heilsuna þeirra þá krassa ég.
Við höfum oft rætt þetta hér inni og tengja flestir foreldrar við þetta sem eiga langveik og fötluð börn.
Það sem mig langar að minna alla hina á sem eru ekki með langveik eða fötluð börn er að þó börnin séu farin að mæta í skóla, leikskóla eða hvert sem þau fara þegar þau hressast þá þýðir það ekki að veikindatörnin sé búin.
Foreldrarnir eiga eftir að jafna sig andlega og líkamlega og systkyni líka ansi oft. Börnin sjálf oft lengur að jafna sig andlega en á líkamlegu veikindunum.
Það er því ekkert óeðlilegt þó að foreldrarnir sofi, kúri, nenni ekki í hittinga og dragi sig aðeins í hlé. Það má … það er nauðsynlegt því það þarf að undirbúa sig fyrir næstu törn því þetta er endalaust verkefni bara mislangar tarnir og mislangt á milli !
Það þarf samt að passa sig að loka sig ekki alveg af en gefið foreldrunum smá slaka. Það er ekki að þeim langi ekki að hittast og koma í ræktina eða annað sem er að gerast. Þau bara þurfa að hvíla sig, sama hvernig fólk velur að gera það.
Sumir ná slökun að hreyfa sig og þó einhver sé duglegur í hreyfingu þýðir það ekki að viðkomandi treysti sér í allt annað. Samfélagsmiðlar sýna ekki rétta mynd eins og við öll vitum og þurfum að muna.
Við erum ansi misjöfn og þarfirnar líka.
Sýnið ykkur mildi. Sýnið vinum ykkar mildi sem eru að ganga í gegnum þetta ferðalag.
✨📸 birt með leyfi Eriks Vals ✨ ...
ó hvað ég er búin að vera spennt að deila þessu með ykkur.
Ein af mínum allra uppáhalds íslensku söngkonum ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni á Míuverðlaununum þann 14. september nk.
Rakel Páls var að gefa út nýja plötu á dögunum og mæli ég með að þið hlustið 🥳🤩
https://open.spotify.com/album/66i1TWl7FD7gwFflhkmaDo?si=N15iFIf3Sd261UvRSyKKeA
Takk elsku hjartans @rakelpals fyrir að hjálpa okkur að gera Míuverðlaunin enn eftirminnilegri fyrir þá sem mæta <3 ...