Sækja um Míubox barna

Við höfum tímabundið lokað fyrir umsóknir á Míuboxum. Ástæðan er sú að við erum að vinna í því að gera umsóknarferlið skilvirkara.

Með stækkandi félagi þarf að endurskoða verkferla og þar sem okkur þykir mjög vænt um Míu vini okkar viljum við að þetta sé eins faglegt og við mögulega getum. 

Á árinu 2023 verða afhent 12 barna Míubox. Við opnum aftur fyrir umsóknir síðar á þessu ári. 

Ef að það er hins vegar barn sem þið viljið sækja um fyrir sem er alvarlega veikt þá endilega sendið okkur tölvupóst, info@miamagic.is. Við þurfum stundum að hliðra til og færa sum Míubox framar. 

Þórunn Eva G. Pálsdóttir
Stofnandi Mia Magic