SALKA

SALKA

Við Erik Valur skottuðumst yfir Hellisheiðina á sunnudagsmorguninn með Míubox til elsku Sölku. Það var ótrúlega notalegt veður og fórum við inn í veturinn á leiðinni á Selfoss. Salka er góð vinkona okkar af barnaspítalanum og var hún lengi búin að óska sér að fá Míubox. Hún vissi ekkert að við værum á leiðinni svo þetta var einstaklega óvænt fyrir hana.

Takk allir sem tóku þátt í að gleðja elsku Sölku með okkur. Hún fór beina leið inn í herbergið sitt til að prufa allt sem hún fékk. Æji svo gaman að gleðja þessi kríli. Gætum þetta ekki nema að hafa ykkur öll með. TAKK.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu hennar Sölku:

@betteryou_island @ikeaisland @hulan.is @moaogmia.is @dimmverslun @cu2.is @bergruniris @essei_heildverslun @ninekids.is @bokabeitan @bjorkstore.is @nona_knitwear

Myndir af Míuboxi eru teknar af @rakelphoto.

xo, Þórunn Eva

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts