SPURT & SVARAÐ

Hvernig virka Míuboxin ?

Míuboxin virka þannig að það er sótt um þau. Það er umsóknarferli á síðunni okkar sem þarf að fara í gegnum og þar er mjög mikilvægt að skrifað sé mjög vel og ítarlega um þann einstakling sem verið er að sækja um fyrir. Þá náum við sem erum að útbúa Míuboxið að gera það enn einstaklingsmiðaðra en ef það eru litlar upplýsingar um viðkomandi.

Hvernig get ég sem fyrirtæki tekið þátt?

Það eru nokkrar leiðir fyrir fyrirtækti til að taka þátt. Það er hægt að velja hversu oft fyrirtækið vill taka þátt. Sum hafa tekið þátt einu sinni. Sum taka þátt í nokkrum Míuboxum á meðan önnur fyrirtæki hafa tekið þátt í öllum Míuboxum.

Vörunni er komið til okkar, eða við sækjum. Stundum fáum við fyrir eitt Míubox í einu en svo er líka ofsalega gott að fá fyrir nokkur í einu og við veljum þá ofan í þau Míubox sem okkur finnst varan þín passa í. Það er allur gangur á þessu og stundum höfum við samband þegar við sjáum að Míuboxið sem við erum að útbúa væri fullkomið fyrir þitt fyrirtæki.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt, endilega sendu okkur póst info@miamagic.is eða hringdu í síma 7729600.

Hvað fær fyrirtækið mitt út úr því að vera með í Míuboxi?

Hlýtt í hjartað er það allra fyrsta sem ég fæ upp í hugann. Við tökum líka myndir af öllum vörum. Setjum í færslur hér á síðunni ásamt því að setja allt inná instagram og „tagga“ viðkomandi fyrirtæki sem tekur þátt hverju sinni. Stundum vilja einstaklingar ekki láta nafn síns getið, ekki setja mynd af sér og virðum við það. Við erum að þessu til að gleðja og því er það algjörlega undir viðkomandi sem fær gjöfina hvort það sé sett á netið. Ef að viðkomandi vill ekki láta nafn síns getið, þá fer varan samt sem áður en eins og alltaf.

Einnig er síða þar sem öll fyrirtæki sem taka þátt fá logo-ið sitt inná, skoða síðu.

Hvert kem ég með vörur ef ég vil vera með ?

Gott er að hafa samband og við mælum okkur mót. info@miamagic.is eða í síma 772-9600, Þórunn Eva.

Hvað geri ég ef ég vil styrkja með peningar upphæð ?

Þá er hægt að nýta sér þessar upplýsingar hér. Einnig getum við sent til þín reikning með upphæð sem óskað er eftir. 
Kt: 410221-1520

Bankaupplýsingar: 0537-26-006385
miamagic@miamagic.is