Maro x Mia Magic

Maro x Mia

Yndislega Silja sem á Maro verslun hafði samband við okkur því hana langaði svo að gefa gjöf í Míubox. Við hittum Silju á smá fundi og úr varð þetta dásamlega samstarf okkar og Maro. Silja fann fyrir okkur prjónara sem hún vinnur mikið með og höfum við fyllt árið 2022 með heimaprjónuðum flíkum. Hlökkum svo til að sjá flíkurnar sem verða til á árinu fyrir barna Míuboxin. Takk Dalrós fyrir myndirnar sem við notum hér á Maro x Mia Magic síðunni. 

Prjónarar

Við erum með ótrúlega flotta prjónara með okkur í liði og er hægt að sjá alla sem eru með okkur hér að neðan. Ef þið smellið á prjónarana þá birtast instagram reikningarnir þeirra. Með hverri flík fylgir með miði þar sem stendur hver prjónaði fyrir barnið sem fær Míuboxið. Það sem börnin verða þakklát. Heimaprjónað slær ávallt í gegn.

Takk þið dýrmætu konur sem eruð að taka þátt með okkur.