TEITUR

TEITUR

Dásamlegi Teitur, fékk úthlutun á febrúar Míuboxi barna og vá hvað hann var mikið glaður. Elska að koma og gleðja alla þessa hugrökku krakka ! Í Míuboxinu hans Teits var ýmislegt fallegt. Hann fékk bækur, föt, baðsalt, dót, rúmföt, úlpu, límmiða í gluggann, vítamín og ég veit ekki hvað. Litla dekrið á gorminum.

Eins og sjá má á forsíðu myndinni, skellti hann sér beinustu leið í notalegu fötin frá Móa og Mía, skellti sér svo í myndatöku hjá mömmunni sinni með breiðasta bros sem ég hef séð lengi. Svo ótrúlega glaður umvafin fallegum gjöfum úr Míuboxinu sínu. Best að fá svona mynd senda, hlýjar svo aldeilis.

Takk allir sem tóku þátt í Míuboxinu hans Teits. Það þarf sko marga aðila og fyrirtæki með stórt hjartan til að gleðja öll þessu fallegu börn og foreldra þeirra. Takk.

@betteryou_island @ellingsen1916 @hulan.is @moaogmia.is @dotari.is @ninekids.is @dimmverslun @cu2.is @bergruniris @bokabeitan tóku þátt í fallega Míuboxinu hans Teits. Yndislega Telma Rut Eiríksdóttir prjónaði fallegu húfuna í Míuboxið hans Teits en það voru prjonasystur.is í Grindavík sem gáfu garnið í húfuna.

Myndir af Míuboxi eru teknar af @rakelphoto

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts