ÞÓRDÍS ERLA & JÓN ÖRN

ÞÓRDÍS ERLA & JÓN ÖRN

Blönduós er stopp númer tvö með foreldra Míubox á þessu skemmtilega roadtrippi okkar. Fyrsta Míubox foreldra var afhent í Borganesi.

Við hittum hina dásamlegu Þórdísi fyrir utan Grunnskólann á Blönduósi og ó hvað er gaman að sjá andlit við þá sem maður hefur verið að spjalla við. Dugnaðurinn í þessum foreldrum er eitthvað annað.

Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja yndislegu hjónin þau Þórdísi og Jón Örn. Fríða afhenti Þórdísi Míuboxið þeirra hjóna og fengum við svo senda fallega selfí af þeim sent eftir að við fórum og allir komnir til síns heima í sveitinni. Ó hvað það var mikið hlýtt í hjartað að fá þessa mynd senda. Takk.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@nola.is @arkaheilsuvorur @taratjorva @thebodyshopisl @noelstudio.is @loford_verslun @ingaelin @laugarspa @hugrunheklaart @ilvaisland @betteryou_island @fiskfelagid @eyjahotel_guldsmeden

Takk elsku Birgitta fyrir að prjóna þetta ó svo fallega eyrnaband. Nauðsynlegt fyrir íslenskt sumar.

// Þórunn Eva og Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts