UM MIA MAGIC

Mia Magic er nýtt góðgerðarfélag sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og foreldra þeirra ásamt því að gefa út fræðslubækur. Einnig einblínum við á allt það jákvæða sem er að gerast í heimi langveikra barna.

Við erum með lítið aðsetur í Íshúsi Hafnarfjarðar sem Soffía hjá Skreytum Hús hjálpaði okkur að útbúa, var þetta gjöf til okkar frá henni, Dorma, Slippfélaginu, Rúmfatalagernum, Húsgagnahöllini, Byko og Velmerkt.

Við erum með háleit markmið þegar kemur að því að breyti heimi langveikra barna og foreldra þeirra hér á Íslandi. Takk fyrir að vilja fræðast um fallega félagið okkar og velkomin í Míu fjölskylduna.