hálsmen | hugrekki

kr.9.900

|UPPSELT

Hálsmenið Hugrekki er smíðað úr 925 silfri og rhodiumhúðað eða 14 kt gullhúðað. Steinninn er glær zirkon steinn.

Octagon jewelry er í eigu Thelmu Rúnar gullsmiðs og hannaði hún menið „hugrekki“ í samstarfi við Fríðu Björk og Þórunni Evu hjá Mia Magic. Menið er hugsað sem fjáröflun uppí fleiri Míu bækur en þær eru fræðslubækur sérstaklega skrifaðar fyrir langveik börn líkt og fyrsta bókin um hana Míu sem ber heitið Mía fær lyfjabrunn.

Orðið „hugrekki“ sem er á meninu er tekið úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. Setningin „það er hægt að vera hugrakkur þótt maður sé hræddur“ hefur vakið mikla athygli eftir að bókin kom út. Mörg börn sem þurfa reglulega að fara til læknis og eða mæta á spítalann hafa innleitt þessa setningu í líf sitt og hefur hún hjálpað ótal mörgum börnum. Okkur þykir ofsalega vænt um það og því var þetta orð valið á hálsmenið.

Ekki til á lager