ILM kerti | 2021

kr.8.990

|UPPSELT

Kertin fara í sölu miðvikudaginn 29.september kl 12. Hægt verður að sækja kertið á ILM x Mia Magic viðburðinn okkar þann 30.september milli kl 18-20 í verslunina The Shed, Suðurgötu í Hafnarfirði. Hlökkum til að sjá ykkur, léttar veitingar í boði.

Ilmurinn á kertinu sem ber heitið „2021“ er Sandalwood | Amber | Musk. Guðdómlegur ilmur, fullkominn inná öll heimili. 50-55 klst brennslutími ~ 100% soy wax ~ 220g.

Takk fyrir að styrkja Mia Magic.

Out of stock

ILM er íslenskt kertamerki og eru kertin handgerð úr 100% náttúrulegu soyavaxi. Það sem mér finnst svo æðislegt við þessi kerti er að þú getur fengið áfyllingu í kertaglasið þitt. Ég hafði samband við Sögu og Hlyn sem eiga ILM og tóku þau ekkert smá vel í þetta samstarf. Við höfum velt þessu fyrir okkur fram og tilbaka og langaði mig að samstarfið hefði meiri þýðingu en „bara“ að hafa það sem fjáröflun fyrir fleiri Míubókum. Ég spurði því Sögu hvernig henni fyndist að hafa kertin í minningu um fallega litla skottu sem okkur hjá Mia Magic þykir svo ofsalega vænt um. Hún samþykkti það og um leið fór í gang hugmyndavinna hvernig væri best að framkvæma þetta. Við komumst loks að niðurstöðu.

Kertin verða gerð í mjög takmörkuðu upplagi. 50 stk verða framleidd til sölu og fer allur ágóði beint til Mia Magic og fer hann uppí útgáfu á fleiri Míu bókum, sem eru fræðslubækur fyrir langveik börn. Saga bauð okkur að velja ilm á kertið okkar í samstarfi við ILM. Ég hitti svo Sögu á Te & Kaffi í sumar þar sem ég fékk að lykta nokkra ilmi og velja úr því sem Saga hafði hannað. ILM x MIA MAGIC er því með algjörlega nýjann ilm sem heitir: 2021

 

Skyldar Vörur