Mía | bangsi

kr.5.490

KAUPA MÍU BANGSA 

Míu bangsinn er úr 100% bómull.
Handþvottur og leggja til þerris.
Roðinn í kinnum Míu er handmálaður á hvert eintak.

Mía er bangsi sem hefur meiningu. Mía er karakter úr bókinni Mía fær lyfjabrunn sem þær stöllur Þórunn Eva og Bergrún Íris gerðu saman. Þórunn Eva skrifaði og Bergrún Íris myndskreytti.

Mía á eftir að hjálpa svo mörgum með nærveru sinni. Mía á afmæli 15. september. Hún elskar knús og að hjálpa öðrum. Vissu þið að Mía þýðir „mín“?

Sem er ótrúlega skemmtilegt því allir geta eignast sína eigin Míu !!!

 

Ekki til á lager

Mia Magic er góðgerðarfélag sem einbeitir sér að því að gleðja langveik börn og fjölskyldur þeirra. Mia Magic heiðrar einnig heilbrigðisstarfsfólk sem kemur að því að sinna langveikum börnum á einn eða annan hátt. Bókin um Míu var upphafið af þessu fallega félagi og var bangsi alltaf hugmynd hjá Þórunni Evu um leið og hún sá hve vel bókin náði til allra.

Skyldar Vörur