Mía fær lyfjabrunn er fyrsta bókin um dásamlegu Míu.
Mía er hress og skemmtileg stelpa sem elskar kanilsnúða og finnst gaman í sundi. Í þessari fallegu og fræðandi bók fer Mía í aðgerð og fær lyfjabrunn. Lesandi fylgir Míu í gegnum ferlið og lærir um leið hvernig lyfjabrunnur er settur upp og hvernig hann virkar.
Þórunn Eva er sjúkraliði að mennt og móðir tveggja drengja. Hún skrifaði bókina um Míu eftir að annar sonur hennar fékk lyfjabrunn.
Bergrún Íris er barnabóka- höfundur og teiknari. Hún hefur myndlýst fjölda bóka sem glatt hafa börn um árabil. Teikningar Bergrúnar glæða sögu Þórunnar litríku lífi.