Watercolor by Ruth

kr.5.900

| Hamingjuhringirnir fara í sölu 17. janúar & fylgir smá glaðningur frá Mia Magic hverri pöntun!

Nýjasta samstarfið okkar er við hana yndislegu Ruth hjá Watercolor by Ruth.

Mia Magic hafði samband við hana til þess að gera nokkra hamingjuhringi með fallegum texta úr bókinni Mía fær lyfjabrunn. Setningin sem við völdum var: „Það er alltaf gott að hugsa um eitthvað fallegt til að finna kjark“ og fær nú að njóta sín vel í Hamingjuhring frá Watercolor by Ruth.

Við fengum 30 stk að gjöf frá elsku Ruth, það fara nokkur í Míubox en svo er rest til sölu hér. Það verða einungis gerð 30 stk og eru þau númeruð af Ruth.

A4 stærð á 240 gr pappír.

Takk elsku Ruth fyrir að styðja við Mia Magic.

Availability: Aðeins 1 eftir á lager

Konan á bak við Watercolor by Ruth er, Ruth Ingólfsdóttir. Ruth er menntaður kennari og hársnyrtimeistari en áhugamálin snúa hvað helst að öllu því er viðkemur list og sköpun.

Frá því að Ruth var barn og fram á fullorðins ár hefur hún sótt fjölda námskeiða í Myndlistaskóla. Sú reynsla hefur án efa gefið henni góðan grunn og nýst henni vel í því sem hún er að gera í dag, hvort sem er í vinnu eða við að hanna vörur fyrir Watercolor by Ruth.

Innblástur fyrir myndirnar fær hún úr náttúrunni og í gegnum dætur sínar. Markmið hennar er að sú hugarró og slökun sem hún fær út úr því að mála endurspeglist í verkum hennar.

Skoða heimasíðu Watercolor by Ruth

 

Skyldar Vörur