MIA MAGIC

Þórunn Eva G. Pálsdóttir
Stofnandi
Þórunn Eva er fædd árið 1983 og býr í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni. Þórunn Eva útskrifaðist af námsbraut fyrir stuðningsfulltrúa í grunnskólum og námsbraut fyrir leiðbeinendur í leikskólum frá Fjölbrautarskóla Suðurnesja árið 2007, lauk ÍAK einkaþjálfara námi frá Keilir – Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs árið 2010 og lauk einnig diplómanámi í Viðburðastjórnun frá Háskólanum á Hólum árið 2014. Þórunn Eva útskrifast svo í lok maí 2019 sem sjúkraliði frá Fjölbrautarskólanum í Breiðholti.
Þórunn Eva skrifaði bókina Glútenfrítt Líf árið 2015. Ásamt því að vera ein af stofnendum Selíak og Glútenóþolssamtaka Íslands. Þórunn Eva tók einnig þátt í starfi innan samtakanna Lind, félags fólks með meðfæddda ónæmisgalla. Þar kom hún á fót fallegri deild innan félagsins sem nefnist Zebrabörn.
Árið 2020 sendi Forseti Íslands Þórunni Evu bréf og þakkaði henni fyrir störf sín í þágu langveikra barna og fyrir að skrifa bókina Mía fær lyfjabrunn. Þórunn Eva var einnig tilnefnd til Hafnfirðings ársins árið 2020 og aftur árið 2021.
Þórunn Eva var valin Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 og er einnig í alþjóðlegri keppninni sem fram fer haustið 2022.







