Að byrja sólríkan mánudagsmorgun kl 9:30 í Borgarnesi með foreldra Míubox er stórkostlegt. Sonja Lind tók á móti okkur og var algjörlega orðlaus af þakklæti þegar hún fékk Míuboxið sitt og hafði aðeins fengið að opna og skoða. Það er fátt skemmtilegra en að sjá hversu allir verða þakklátir. Verðum alltaf jafn orðlausar.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Sonju. Hún er sú fyrsta sem við afhendum Míubox foreldra í þessari stórkostlegu hringferð. Borgarnes var því fyrsta stopp, elska kaffið í Borganesi.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@nola.is @arkaheilsuvorur @taratjorva @thebodyshopisl @noelstudio.is @loford_verslun @ilmcandles @magnolia_iceland @fontanaiceland @hugrunheklaart @thelavatunnel @stractahotel
Takk elsku Birgitta fyrir þessa dásamlegu prjónuðu sokka. Þeir eru svo fallegir.
// Þórunn Eva og Fríða