Míuverðlaun

MÍUVERÐLAUNIN FARA FRAM 12.09.2024

Míuverðlaunin eru árleg verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera “bara vinnan sín” getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er. 

Míuverðlaunin fara fram 12. september 2024. Það verður hægt að tilnefna til Míuverðlaunanna frá 15.maí til 31.maí. Við lokum þá fyrir og ekki verður hægt að bæta við tilnefningum. Allir þeir sem fá tilnefningu fá Míunælu senda heim í pósti en svo verða 10 valdir af valnefndinni til þess að mæta á verðlaunin og verður það einn sem hlýtur svo verðlaunin. Mikilvægt er að gera góða greinagerð af hverju viðkomandi aðili á verðlaunin skilið. Þetta er ekki vinsældarkosning heldur verður alfarið farið eftir því sem sagt er um þá sem tilnefndir eru. Gott er að lesa yfir verklagsreglur valnefndar áður en tilnefning er send inn.

Myndasafnið hér að neðan er frá öllum þremur Míuverðlaununum sem fram hafa farið. Myndir teknar af Rakel Ósk Sigurðardóttir, ljósmyndara.

dagar í Míuverðlaunin