Míuverðlaun

Lokað hefur verið fyrir tilnefningar fyrir Míuverðlaunin í október 2021. Opnum aftur fyrir tilnefningar vorið 2022.

"EN ÉG GERÐI EKKERT MERKILEGT, ÉG VAR BARA AÐ VINNA VINNUNA MÍNA"

Míuverðlaunin eru verðlaun til að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Einhver sem hefur hjálpað eða stutt við þig og þína fjölskyldu á erfiðum tíma. Það sem þeim finnst vera “bara vinnan sín” getur skipt sköpum fyrir aðstandendur langveikra barna og börnin sjálf. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er. 


Við leitum að styrktaraðilum fyrir Míuverðlaunin svo ef þitt fyrirtæki vill hjálpa til við að fjármagna Míuverðlaunin endilega hafðu samband við okkur með því að senda okkur póst á info@miamagic.is eða hringja í síma 772-9600.

Verklagsreglur valnefndar um tilnefningar til Míuverðlauna

1.gr.

Markmið Míuverðlaunanna eru að heiðra þá sem koma að þjónustu langveikra barna á einn eða annan hátt. Tilgangurinn með tilnefningu til Míuverðlaunanna er að vekja athygli á því góða starfi sem heilbrigðisstarfsfólk gerir fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Hægt er að tilnefna heilbrigðisstarfsmann í hvaða starfstétt sem er, hvar á landinu sem er.

2.gr.

Sérstök valnefnd fer yfir allar þær tilnefningar sem berast og velur eina af þeim sem fær úthlutað Míuverðlaunin. Í nefndinni eru eftirfarandi fullrúar:

Ásmundur Einar Daðason, félags – og barnamálaráðherra

Bára Hildur Jóhannsdóttir, mannauðssvið Landspítala Háskólasjúkrahús

Fríða Björk Arnardóttir, varaformaður Mia Magic

Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsuvernd

Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi Reykjavík Letterpress
 

Skarphéðinn Guðmundsson, aðgengisfulltrúi KSÍ

Þórunn Eva G. Pálsdóttir, eigandi Mia Magic  

3.gr.

Við heildarúthlutun skal hafa í huga eftirfarandi; 

  • Að viðkomandi sé fyrirmynd fyrir aðra heilbrigðisstarfsmenn þegar komið er að umönnun barna og samskipti við fjölskyldur þeirra.  
  • Að viðkomandi sé viljugur að vinna með öðru  heilbrigðisstarfsfólki sé það hagur barnsins. 
  • Að viðkomandi  skapi jákvætt og öruggt umhverfi fyrir barnið og fjölskyldur þeirra.  
  • Að viðkomandi leggi sig fram við að sýna skilning og útskýrir allt vel til að barnið og fjölskyldan skilji hvað er í gangi. 
  • Að viðkomandi gefi sér tíma til að hlusta á áhyggjur fjölskyldunnar og geri ekki lítið úr þeim. 

4.gr.

Tilnefningar skulu berast fyrir 31.maí ár hvert. Tilnefningar eru sendar inn rafrænt inn á vef Mia Magic (www.miamagic.is). Verðlaunin eru veitt einu sinni ári. Valnefnd fer yfir allar tilnefningar á sérstökum fundi. 

Míuverðlaunahafar