Yndislega Liv Åse fékk úthlutað Míuboxi desember mánaðar. Við skottuðumst á Akranes í gær föstudaginn 26. nóvember. Liv Åse og fjölskylda voru í sóttkví svo við skelltum bara Míuboxinu hennar á tröppurnar og spjölluðum aðeins í góðri fjarlægð.
Ólavía dóttir Liv fékk Míubox desember mánaðar árið 2020 en var það þá Míubox barna nr 3. Liv Åse fékk tilnefningu sína þá líka en hefur þurft að bíða í heilt ár. Hún reyndar vissi ekki af því fyrr en nýlega svo það var í raun mun erfiðara fyrir okkur að bíða í þetta heila ár en hana. Liv er svo yndisleg en hún hefur prjónað fyrir okkur í tvö Míubox hingað til og fær hún sko ekki að sleppa frá okkur núna.
Það er svo dásamlegt að hafa heimaprjónað í Míuboxunum. Takk elsku Liv fyrir allt sem þú hefur gert fyrir Mia Magic. Ómetanlegt með öllu.
Öllum sóttvarnarreglum var fylgt við úthlutun dagsins.
Takk allir sem tóku þátt í að gleðja Liv Åse. Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@hugrunheklaart @leirdis @islandshotel.is @termasnyrtivorur @teogkaffi @asbjornolafs @omnomchocolate @betteryou_iceland @thebodyshopisland @arkaheilsuvorur @essei_heildverslun @agzustore @solrundiego @smatre.gunnars @laugarspa @mist.and.co @grumsiceland @dekra.is @essiereykjavik
Takk fyrir allt.
// Þórunn Eva og Fríða