Við Fríða kíktum í vikunni til Sigursteins Nóa, það var ótrúlega gaman að fylgjast með honum fara í gegnum Míuboxið sitt því hann var svo innilega þakklátur og glaður. Dásamleg fyrirtæki sem hjálpuðu okkur eins og reyndar alltaf. Nói eins og hann er alltaf kallaður stóð þarna við borðið, eins og þið sjáið þarna á myndinni, allan tímann sem við vorum hjá honum. Hann mátti ekkert vera að því að spjalla, sem segir okkur að Míuboxið sló rækilega í gegn. Gaman að sjá að hann skellti húfunni frá @knitbyberglind beint á kollinn.
Takk Nói og fjölskylda fyrir að taka á móti okkur. Júní Míubox barna er því komið í réttar hendur og fara nokkur dásamleg Míubox út 29. júní og þann 4. júlí nk.
Þau fyrirtæki sem hjálpuðu okkur við að gleðja Nóa voru:
@hulan.is @watercolorbyruth @playroom.is @eddautgafa @thebodyshopisl @essei_heildverslun @storytel.is @tolvutek @betteryou_island @dimmverslun @arkaheilsuvorur @isbudhuppu @flyovericeland
Við erum ótrúlega glaðar yfir samstarfinu okkar við @maroverslun og flottu prjónaskvísurnar okkar. Í þetta sinn var það Berglind Emilsdóttir sem prjónaði í Míuboxið. Takk yndislega Berglind fyrir fallegu húfuna, @knitbyberglind !
// Þórunn Eva & Fríða