SIGRÚN MÍA

SIGRÚN MÍA

Fallega Míu skott fékk Míubox í morgun, laugardaginn 27. nóvember. Skottan fékk úthlutað Míuboxi desember mánaðar og vá hvað  var gaman að hitta loksins þessa flottu hetju, Storm bróðir hennar, mömmu, pabba og frænku. Stóri bróðir var vant við látinn en við fáum nú kannski að hitta hann einn daginn.

Sigrún Mía er ársgömul skvísa sem á tvo bræður, einn 6 ára og annan sem er tæplega 2 ára og heitir Stormur. Sigrún Mía og Stormur eru fædd á sama árinu sem er algjörlega dásamleg staðreynd. Það er því mikið að gera á þessu dásamlega fallega heimili. Pabbi kom úr vinnunni að hitta okkur svo það var sannkölluð stemming snemma á laugardagsmorgni.

Takk fyrir að leyfa okkur að koma og gleðja ykkur. Takk allir sem tóku þátt í Míuboxinu hennar Míu. Mér þótti alls ekki leiðinlegt að fá að næla í jólakjól og jólaskó hjá Nine Kids fyrir þessa flottu dömu.

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun desember Míuboxins.

@hulan.is @asbjornolafs @thebodyshopisl @betteryou_island @lindhonnun @arkaheilsuvorur @playroom.is @ninekids @eddautgafa @minilist.is @essei_heildverslun @dimmverslun

Heimaprjónað frá dásamlegu @mettuprjon // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts