IRENA & ÞÓRSTEINN

IRENA & ÞÓRSTEINN

Irena og Þórsteinn eru foreldrar algjörlega dásamlegar kraftaverka hetju. Við kíktum til þeirra og það var svo gaman að spjalla við þau. Litla hetjan sýndi okkur aðeins inn í líf þeirra og þegar allt var orðið rólegt aftur sagði Þórsteinn setningu sem við öll getum tengt við, ég man reyndar ekki alveg nkl hvernig hann orðaði hana en hún hefur setið í mér síðan því ég skil hann svo vel. Ég ski þessa tilfinningu svo ofsalega vel og ég vildi óska þess að þegar ég var að byrja í þessum heimi foreldra langveikra barna fyrir tæpum 18 árum síðan að einhver hefði sagt við mig að þetta væri „eðlilegt“ í þeim aðstæðum sem við erum í.

Hann sagði „úff, taugakerfið á mér fer alltaf í klessu þegar eitthvað svona kemur uppá, hjartað á mér er á milljón og kroppurinn finnur til, þó svo að við vitum hvað er að gerast“ !!

Ég svaraði honum að þetta væri „eðlilegt“ því líkaminn er með áfallastreitu. PTSD !!!

Það er ekki langt síðan mér var sagt þetta með mínar tilfinningar og það er svo miklu auðveldara að takast á við þessar tilfinningar þegar við vitum af hverju við erum að bregðast svona við. Ég vildi óska þess að foreldrar langveikra barna fengju meiri fræðslu um eigin andlega líðan þegar svona kemur upp. Þarna var kroppurinn hans Þórsteins pott þétt að upplifa þegar þetta gerðist í fyrsta sinn og hræðslan sem hann upplifði þá hefur verið með eindæmum skelfileg. Svo í hvert sinn sem þetta gerist þá bregst kroppurinn við með þessum hætti.

Foreldrar, þetta er hægt að vinna með! Þetta eru eðlileg viðbrögð kroppsins en það er ekki eðlilegt ástand fyrir kroppin né hollt fyrir hann að lifa svona.

Því miður þá er ekki verið að hjálpa foreldrum að vinna úr svona lífsreynslum. Þessu langar mig að breyta og eru Míuboxin byrjunin á því. En að dásamlega Míuboxinu þeirra. Takk allir sem tóku þátt!  Öllum sóttvarnarreglum var fylgt við úthlutun dagsins.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@hugrunheklaart @hotelsouthcoast @omnomchocolate @nola.is @arkaheilsuvorur @bluelagoonis @taratjorva @autocenter_5552000 @anna.thorunn @loford_verslun @kokteilaskolinn @isbudhuppu @acrylneglur_yrsa @agzustore @noelstudios.is @bjarturogverold

// Þórunn Eva og Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts