RAKEL ÓSK

RAKEL ÓSK

Það var ung ofur mamma sem fékk október foreldra Míuboxið. Það var svo dásamlega fallegt þetta Míubox og gaman að mynda það.

Rakel Ósk, mamma hennar og sonur tóku á móti okkur Fríðu með nýbökuðu eplapie, kaffi og notalega heitum. Ekkert smá yndisleg heimsókn á heimili þeirra. Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur. Alveg ómetanlegt með öllu.

Það er magnað að hugsa til þess að ég var á svipuðum aldri og Rakel þegar ég átti minn eldri gutta. Mig langaði svo að taka utan um þessa ungu mömmu og segja henni að það væri sko mikið breytt frá því að ég var með minn gaur nýfæddann inní þessum langveika heimi. Því miður get ég það ekki því það hefur ekkert breyst því miður.

Af hverju hefur ekkert breyst? af hverju eru hlutirnir ekki að breytast og að verða auðveldari? af hverju er enn jafn erfitt að eiga langveikt barn og það var fyrir 17 árum og fyrir 30 árum?

Ástæðan fyrir því að ég fór af stað með Míu er sú að ég vil að hlutirnir breytist, ég vil ekki segja við fólk sem er að eiga börn í dag og næstu ár að ekkert hafi breyst. Ég vil hafa áhrif á að börnin mín sem dæmi þurfi ekki að upplifa allt það streð sem ég hef lent í.

En að Rakel og Míuboxinu hennar. Takk allir sem tóku þátt, takk allir sem taka áfram þátt og munið að þið getið öll haft áhrif á einn eða annan hátt í lífi ungra foreldra sem eignast börn með langveikindi.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@eddautgafa @noelstuudios.is @grums_iceland @dekra.is @teogkaffi  @asbjornolafs @omnomchocolate @betteryou_iceland  @thebodyshopisland @mist.and.co @arkaheilsuvorur @essei_heildverslun @agzustore @isbudhuppu @hotelviking @hotelalftanes

Takk fyrir allt.

// Þórunn Eva og Míu teymið

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts