Foreldra Míubox mánaðarins var afhent í dag 2. september á Húsavík. Við vorum svo heppnar að að Bílaumboðið Askja hjálpaði okkur að koma Míuboxinu norður með því að lána okkur bíl. Þvílíka dekrið á okkur skvísinum.
Karolína Kristín er algjörlega mögnuð mamma 12 ára stráks sem hefur sko aldeilis sýnt það og sannað í gegnum sín veikindi hversu megnugur hann er. Karolína á svoleiðis hrós skilið fyrir alla þá jákvæðni og þrautseigju sem hún hefur sýnt í þau 12 ár sem molinn hefur þurft að tækla sín veikindi því það er alls ekkert grín að búa svona langt í burtu frá Barnaspítalanum og sérfræðingum barnsins síns. Það þarf hugrekki að sinna þessu öllu sjálf og vá hvað Karolína hefur staðið sig vel.
Það var ótrúlega gaman að koma á Húsavík í dag og hitta hana Elvu sem tilnefndi vinkonu sína. Ég, Fríða og Elva vorum búnar að halda þessu algjörlega leyndu fyrir Karolínu svo hún vissi ekkert. Hún var því heldur betur hissa að sjá tvær ókunnugar konur á stofugólfi vinkonu sinnar með risa Míubox sérstaklega ætlað henni.
Nei sko, þið öll sem hjálpuðuð okkur með þetta Míubox. Eitt stórt TAKK. Þetta Míubox fór á svoleiðis hárréttann stað. Magnað að fá að gleðja alla þessa einstaklinga sem fá Míubox. Væri ekki hægt án ykkar allra. Algjörlega yndislegt að fá að kynnast Karolínu og fallega hlátrinum hennar.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi þeirra hjóna voru (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@eddautgafa @vorhus @hotelkjarnalundur @grums_iceland @dekra.is @teogkaffi @asbjornolafs @omnomchocolate @betteryou_iceland @thebodyshopisland @mist.and.co @arkaheilsuvorur @essei_heildverslun @andreabyandrea
Takk fyrir allt.
// Þórunn Eva og Míu teymið