Dásamlega Halldóra Fanney sótti um Míubox til að gleðja manninn sinn. Það sem hún skrifaði okkur í umsókninni fór beint í hjartastað okkar Fríðu. Það er sko augljóst að hún elskar manninn sinn afar heitt og það sem ég tók hvað mest eftir hversu þakklát hún er fyrir hversu dásamlegur pabbi hann er. Það er ofsalega krefjandi að eiga langveikt barn og vá hvað það var dásamlegt að lesa yfir hvað þau eru mögnuð í þessu hjónin saman. Algjörlega til fyrirmyndar.
Það var svo dásamlegt að hitta þau og vá hvað var gaman að sjá hversu glaður Andri Steinn var með allt sem hann fékk. Þetta er sko það allra skemmtilegasta. Gleðja foreldra sem eiga engann veginn von á því að fá viðurkenningu fyrir það auka álag sem það er að eignast langveikt barn. Við sjáum ykkur og skiljum ykkur. Takk fyrir að hugsa svona vel um hvort annað og fallegu hetjuna ykkar.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlega Andra Stein og fjölskyldu.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@kormakurogskjoldur @nola.is @arkaheilsuvorur @taratjorva @ingaelindesign @kokteilaskolinn @bjarturogverold @bjorbodin @hraunsnef_sveitahotel @thebodyshopisl @betteryou_island
// Þórunn Eva og Fríða