ALEXANDER

ALEXANDER

Alexander er 8 ára ofurtöffari sem tók á móti okkur í gær heima hjá sér í grafarholtinu. Eins gott að Avion ofurhetja var með okkur því við þurftum leiðsögn hvert við vorum að fara. Hefðum sennilega endað í Mosó hefði hann ekki hjálpað okkur.

Alexander hefur átt ansi krefjandi ár og var það því ótrúlega kærkomið að gleðja hann með Míuboxi. Við hittum þau systkinin og mömmuna þeirra fyrir utan blokkina, skottuðumst inn á gang í eina mynd þar sem það snjóaði svo mikið.

Gaman að segja frá því að það kom heill her af börnum með sleðana sína innum hurðina og ráku þau upp stór augu þegar það var ofurhetja sem opnaði hurðina fyrir þeim. Photo moment sem ég á til en vil ekki birta hana af virðingu við börnin sem við þekkjum ekki á myndinni. En skemmtileg er hún !

Takk Alexander fyrir að taka á móti okkur. Ótrúlega gaman að hitta ykkur fjölskylduna.

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun Mía x Landveðir boxins. Mælum endregið með að þið kíkið á nýju bókina sem Landverðirnir voru að gefa út. Allur ágóði af sölu bókanna fer beint til Barnaspítala Hringsins. Sem er algjörlega tryllt hjá þessum flottu strákum. Takk Landverðir fyrir framlag ykkar til langveiku krílanna okkar.

@hulan.is @thebodyshopisl @betteryou_island @playroom.is @eddautgafa www.fullttungl.is @góa.is @landverdirofficial @penninneymundsson

Heimaprjónað frá dásamlegu @gjoladesign // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts