VIGDÍS & ÓLI

VIGDÍS & ÓLI

Fyrsta lúxus Míubox foreldra fór á sinn stað í dag. Á fullkomið heimili í mosó !

Vigdís & Óli eru besta fólk sem þú getur kynnst og haft í kringum þig í lífinu, sama átti við um fallega molann þeirra hann Rúnar Árna.

“Rúnar Árni var greindur með Barth heilkennið þegar hann var einungis þriggja mánaða og var hann alltaf undir miklu eftirliti á barnaspítalanum. Barth heilkennið er afar sjaldgæfur sjúkdómur en einungis tvö hundruð manns í heiminum eru með hann. Rúnar er eini Íslendingurinn sem greindur hefur verið með heilkennið. Barth heilkennið er einnig arfgengt en móðir hans og amma eru arfberar án þess að hafa vitað af því. Sjúkdómurinn leggst nefnilega einungis á karlmenn.”

Hægt er að lesa part úr sögunni hans Rúnars Árna HÉR. Rúnar lést því miður þann 31.07.2020 og söknum við hans svo ofsalega mikið. Alltaf svo gaman að hitta hann, brosmildur og skemmtilegur strákur. Hann var einn af allra fyrstu Míu vinunum en við sendum honum bókina um Míu meðan hann var úti í Gautaborg. Fengum sendar myndir og vá það var svo gaman að fá alltaf sendar myndir og myndbönd af þessum fallega gorm.

Við þekkjum til Vigdísar & Óla áður en Rúnar Árni fæðist svo við höfum fylgt þessari mögnuðu fjölskyldu og eytt með þeim tíma hér heima á spítalanum, á badminton mótum og svo fór Fríða að skoða barnaspítalann í Gautaborg og hitti þá Rúnar Árna á spítalanum. Það eru því miklar tenginar og fannst okkur tilvalið að fyrsta Míuboxið á árinu 2022 færi í hendurnar á foreldrum uppáhalds Rúnars Árna heitins.

Öllum sóttvarnarreglum var fylgt við úthlutun dagsins.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@hugrunheklaart @solrundiego @umihotel @s4s.is @omnomchocolate @betteryou_iceland  @arkaheilsuvorur @skylagooniceland @bjorbodin @taratjorva @autocenter_5552000 @kerrvk.is

Takk allir fyrir að hjálpa okkur að gleðja Vigdísi og Óla.

// Þórunn Eva og Fríða

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts