NÖKKVI RAFN

NÖKKVI RAFN

Dásamlegi gormurinn hann Nökkvi Rafn. Ég fór til hans fyrir helgina með Míubox og ó hvað var gaman að eyða seinnipartinum með þeim mæðginum. Ég hef notið þeirra forréttinda að fá að fylgjast með fjölskyldu Nökkva síðan hann var nýfæddur og vá hvað ég er stolt af þeim. Hann á einstaka mömmu þessi moli. Svo ótrúlega flott og á svo margan hátt.

Það er svo gaman þegar krakkarnir elska það sem við setjum í Míuboxin. Nökkvi lék sér allan tímann og var svo ánægður með allt sem hann fékk. Takk allir sem tóku þátt í að gleðja Nökkva. Hann fékk t.m. þessa dásamlegu sokka frá Go Baby Go. Svo flottir fyrir mola sem eru að dúlla sér við að byrja að ganga.

Sjáiði fallegu peysuna sem @karen.knit prjónaði fyrir hann. Hann er svooo endalaust sætur í henni. Björninn var einnig í Míuboxinu. Við elskum að sjá það sem þessar skvísur okkar eru að prjóna. Þökk sé Maro verslun höfum við getað sett prjón í öll barna Míubox í ár.

Takk allir sem tóku þátt í fallega Míuboxinu hans Nökkva Rafns.

@ikeaisland @hulan.is @watercolorbyruth @playroom.is @eddautgafa @thebodyshopisl @essei_heildverslun @ninekids.is @dimmverslun @isbudhuppu @bokabeitan @bjorkstore

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts