Við hittum elsku hjartans Önnu Lilju fyrst í Rjóðrinu á öskudaginn þegar við fórum með Míubangsa og Míubækur til þeirra á Rjóðrinu. Við fengum að fræðast um Rjóðrið og vá hvað það er flott starf. Þar fremst í farabroddi að kynna okkur fyrir starfinu var elsku Anna Lilja og var svo dásamlega gaman að fá svona alvöru kynningu á því sem fer þarna fram.
Anna Lilja og vinir hennar í Rjóðrinu voru svo endalaust þakklát og glöð fyrir gjöfina okkar áttuðum við okkur á því að Rjóðrið á það til að gleymast þegar verið er að gera eitthvað fallegt fyrir langveik og fötluð börn. Rjóðrið er hluti af Barnaspítalanum og sama á segja um Barna og unglingageðdeild. Skorum við því á alla sem vilja gera góðverk að gleyma ekki þessum stöðum.
Þegar við mættum í Rjóðrið var Anna Lilja sú allra fyrsta sem kíkti ofan í pokann frá okkur. Allt í einu heyrðist ansi hátt kallað „Míííííiaaaaaaa“. Ég fékk gæsahúð því þetta var í allra fyrsta sinn sem ég áttaði mig á því hvað Mía er mikilvæg fyrir þessa krakka OG hún þekkti hana. Þarna voru bara fyrstu eintökin að mæta á svæðið og hún vissi ekkert hverjar við vorum heldur bara það sem leyndist ofan í pokanum.
Það var því ansi ánægjulegt að geta fært elsku vinkonu okkar Míubox á dögunum. Júlí Míuboxið er því komið heim til sín og var litla frænka mín hún Júlía Blær okkur Fríðu til halds og trausts í þetta sinn.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja elsku Önnu Lilju, hún var svo þakklát, glöð og spennt að við færum heim því þá ætlaði mamma að lesa fyrir hana nýju bókina sem leyndist ofan í Míubocxinu hennar um hana Pílu.
instagram nöfn þeirra fyrirtækja sem tóku þátt:
@hulan.is @watercolorbyruth @playroom.is @eddautgafa @thebodyshopisl @essei_heildverslun @betteryou_island @bjorkstore @isbudhuppu @lifstefna @bokabeitan
Við erum ótrúlega glaðar yfir samstarfinu okkar við @maroverslun og flottu prjónaskvísurnar okkar. Í þetta sinn var það Berglind Bergsdóttir sem prjónaði í Míuboxið. Takk yndislega Berglind fyrir fallegu húfuna, @knitbyberg !
xo, Þórunn Eva & Fríða