ANNEY BIRTA

ANNEY BIRTA

Elsku hjartans Anney Birta. 

Þessi stelpuskotta er orðin að ungri og algjörlega magnaðri dömu. Það vekur mann aðeins til umhugsunar að hafa fylgt þessari hetju í öll þessi ár. Hún er rétt eldri en minn eldri sonur og vá hvað er yndislegt að sjá hana blómstra í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. Úthlutun dagsins er því ansi sérstök á svo margan hátt fyrir okkur Fríðu. 

Anney Birta hafði óskaði sér þess svo heitt að Míuboxin hefðu verið til þegar hún var lítil. Hún átti því ekki til orð þegar við birtumst í dag með eitt slíkt handa henni. Vá hvað ég er glöð að við Fríða gátum glatt hana. Vá hvað ég er glöð að við höfðum tækifæri til þess að gleðja þetta fallega og einstaka hjartagull.

Anney Birta hefur sko aldeilis sannað það í gegnum árin úr hverju hún er gerð. Algjörlega til fyrirmyndar í einu og öllu. Takk elsku Anney Birta fyrir að kenna okkur hinum að lífið getur sko verið allskonar. Takk fyrir að sýna okkur að maður getur allt sem maður ætlar sér. 

Þú ert einstaklega flott fyrirmynd fyrir allar þær litlu hetjur sem koma á eftir þér.

Innihald maí Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan. (öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins) Myndir birtar með leyfi Anneyjar Birtu.

@hulan.is @asbjornolafs @hebodyshopisl @eddautgafa @essei_heildverslun @isbudhuppu @grums_iceland @betteryou_island @vangavelturlilju @arkaheilsuvorur @lifstefna @atvreykjavik

Takk allir sem tóku þátt í að hjálpa okkur að gleðja Anney Birtu. 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts