EYÞÓR ÓLAFS

EYÞÓR ÓLAFS

Eyþór Ólafs er algjörlega einstakur pabbi. Hann er pabbi Aldísar Emblu en mamma hennar Aldísar fékk fyrsta Míuboxið. Hann var tilnefndur fyrir Míuboxi og vá hvað það var gaman að fá pabba tilnefningu.

Eyþór og kærasta hans hún Fanney hafa staðið sig svo vel með fallegu Aldísi. Aldís er svo heppin með foreldra og þegar við Jón Sverrir sonur minn komum og afhentum Eyþóri Míuboxið sitt voru Aldís Embla og Aníta mamma hennar hjá honum, Fanney var þarna líka og var hún að græja stelpu skottið í bað áður en hún færi heim með mömmu sinni.

Það er svo magnað að sjá svona flotta samvinnu milli foreldra. Þarna er lítil langveik stelpuskotta sem þarf mikla umönnun og leggjast allir á eitt að hjálpast að. Hún er svo heppin að heima hjá mömmu sinni er Jón Örn kærasti Anítu.

Þarna eru 4 einstaklingar að vinna saman sem ein heild. Virkilega fallegt að horfa á þau ala upp Aldísi saman. Ansi margir sem geta tekið þessi ungmenni til fyrirmyndar hvað varðar foreldrahlutverkið.

Ég er allavega ansi stolt af þessu fjóreyki sem myndar fjölskylduna utan um fallegu Aldísi Emblu.

Innihald apríl foreldra Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan.
(öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu voru (Instagram nöfn fyrirtækjanna) @dekra.is @asbjornolafs @rambastore @grums_iceland @teogkaffi @rakeltomas @seljalandsfosshorizons @agnes_markthjalfi @essei_heildverslun @takkhome – Takk svo mikið fyrir hjálpina öll sem eitt. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra.

// Míuteymið

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts