ANÍTA KÁRA

ANÍTA KÁRA

Aníta Kára fékk afhent foreldra Míubox nr 1 í dag 11. nóvember 2020.

Aníta hefur þurft að liggja mikið inná Barnaspítala Hringsins með dóttur sína Aldísi Emblu. Það hefur verið draumur lengi að gera eitthvað fyrir foreldra langveikra barna og loksins get ég sagt að það hefur tekist og vona ég heitt og innilega að þetta fyrsta foreldra Míubox sé það fyrsta af mörgum sem eiga eftir að rata til magnaðra foreldra. Það tekur á að eiga langveik börn. Foreldrar langveikra barna eiga það til að gleyma að hugsa um þeirra eigin heilsu og vellíðan og eru foreldra Míuboxin svolítið hugsuð til þess að minna foreldrana á að huga að sér. Það er svo mikilvægt. Takk elsku Aníta fyrir að taka á móti mér í dag og mikið var gaman að sjá ykkur fallegu mæðgur. Gangi ykkur vel í ykkar verkefnum og vonandi kemur Míuboxið sér vel.

Aldís Embla

Innihald nóvember foreldra Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan.
(öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu hennar Anítu voru (Instagram nöfn fyrirtækjanna) @fitbysigrun @bjarturverold @rambastore @nailberryaislandi @dekra.is @unalome.is @teogkaffi @leirdis @hotelgeysir @asbjornolafs @erndahrund @bakemeawish – Takk svo mikið fyrir hjálpina öll sem eitt. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra.

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts