ÁSTA MARÝ

ÁSTA MARÝ

Elsku hjartans Ásta Marý fékk afhent Míubox janúar mánaðar 2021.

Ásta Marý tók á móti okkur í morgun heima hjá sér í sveitinni. Hversu dásamlegt að byrja helgina á nærandi sveitalofti og enn meira nærandi félagsskap. Við vorum að hitta Ástu Marý í fyrsta sinn og það var eins og við höfðum allar þrjár verið vinkonur í mörg mörg ár. Það var tekið á móti okkur með morgunkaffi og notalegheitum. Algjör sæla. Okkur Anítu langaði bara ekkert aftur heim úr sveitinni hennar Ástu.

Ásta Marý er engri lík. Það er ómetnalegt að fá að hitta og tala við einstakling eins og Ástu. Stefán Svan valdi sér sko allra bestu mömmuna, það er á kristal tæru. Við fengum að kynnast fallega englinum hennar honum Stefáni Svan og finnst okkur við með eindæmum lukkulegar að hafa fengið tækifæri á að kynnast honum í gegnum mömmu hans. Enginn smá kraftaverka drengur sem hann var.

Takk elsku Ásta Marý fyrir allar fallegu sögurnar sem þú sagðir okkur og takk fyrir að leyfa okkur að kynnast þér og fjölskyldunni þinni. Það er fátt dýrmætara en góður vinskapur. Vertu velkomin í Míu fjölskylduna elsku Ásta Marý.

Innihald janúar foreldra Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan.
(öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu voru @rambastore @teogkaffi @leirdis @hotelork @asbjornolafs @unalome.is @serfaedingarihudumhirdu @agnes_markthjalfi @rakeltomas @alinbyagustav @bjarturverold @essei_heildverslun @by_multy_

Takk svo mikið fyrir hjálpina öll sem eitt. Þetta væri ekki hægt án ykkar allra.

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts