REGÍNA KRISTA

REGÍNA KRISTA

Dásamlega og glaða Regína Krista.

Ég, Fríða og Erik Valur tókum smá road trip suður með sjó sl laugardag í geggjuðu sumarveðri og glöddum elsku Regínu. Regína Krista vissi ekkert af okkur og náðum við því að koma henni algjörlega á óvart. Svo gaman. Hún var að fara að halda uppá 18 ára afmælið sitt þennan dag og var þetta þvi fullkominn dagur til að gera hann smá auka special.

Það var tekið á móti okkur með dýrindis veitingum, kaffi og notalegheitum. Vá hvað er gaman að geta glatt alla svona. Elska þessa daga. Takk fyrir okkur elsku Regína Krista og fjölskylda.

Instagram nöfn þeirra fyrirtækja sem tóku þátt:

@hulan.is @playroom.is @bokabeitan @thebodyshopisl @essei_heildverslun @isbudhuppu @laugarspa @dekra.is @flyovericeland @nola.is @arkaheilsuvorur

Við erum ótrúlega glaðar yfir því hvað elsku hjartans @birgittath81 er dugleg að bregðast við þegar við þurfum auka í Míuboxin. Hún er algjörlega búin að setja svip sinn á fallegu Míuboxin með handverki sínu. Takk fyrir að prjóna eyrnaband fyrir elsku Regínu.

xo, Þórunn Eva

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts