STYRKÁR GAUTI

STYRKÁR GAUTI

Það er alveg magnað hvað litlir gaurar geta haft áhrif á mann. Styrkár Gauti er klárlega einn af þessum gaurum sem rænir hjarta manns á met tíma. Það var erfitt að bíða í alla þessa mánuði frá því að hann fékk tilnenfingu og þar til að hann loks fékk nóvember Míuboxið sitt. Það er orðin ansi löng bið hjá sumum börnum eftir Míuboxi og er það bæði gott og slæmt. Góða við það er að við fáum að gleðja allar þessar fallegu hetjur en á sama tíma langar okkur að allir fái Míuboxið sitt STRAX.

Algjörlega óraunhæft en þegar við fylgjumst með þessum yndislegu hetjum eins og Styrkári Gauta og öllum hinum börnunum þá langar manni að færa þeim Míuboxið sitt ekki seinna en í gær.

Við fengum fullt af fingrakossum frá glaðlynda molanum og var ekkert smá gaman að fylgjast með honum opna Míuboxið sitt með mömmu og pabba. Styrkár Gauti er eitt af þeim börnum sem hafa verið mikið inní á spítalanum og þekkja hann því flestir sem vinna í kringum langveik börn. Allir sem hafa heyrt af heimsókn okkar til hans hafa sagt það sama um þessa ofurhetju og fjölskyldu hans. Brosmildi molinn sem hann er. Lætur ekkert stoppa sig og mikil fyrirmynd fyrir alla þá sem kynnast honum.

Takk allir sem hjálpuðu okkur við að gleðja þennan unga herramann. Algjörlega ómetanlegt. Ég skutlaði á seinustu stundu einu súkkulaði dagatali ofan í Míuboxið… hver elskar ekki einfalt og gott súkkulaði dagatal?

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun nóvember Míuboxins.

@hulan.is @asbjornolafs @thebodyshopisl @betteryou_island @lindhonnun @arkaheilsuvorur @playroom.is @ninekids @eddautgafa @isbudhuppu @memore.is

Heimaprjónað frá dásamlegu @livasaskarstad // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts