HUGBORG EVA

HUGBORG EVA

Fallega stelpuskottan hún Hugborg Eva tók á móti okkur í snjónum í dag. Fyrsta Míubox ársins 2022 loksins komið til eiganda síns. Það er svo dásamlegt að koma með Míubox til tveggja ára skottu og sjá að hún veit nákvæmlega hvað Mía er og hver Mía er.

Það eru móment eins og þetta í dag sem sýna mér svo vel hversu mikils virði Mía er. Hversu mikils virði  það er að fara í eigin persónu og hitta allt þetta flotta og magnaða fólk sem við Fríða fáum að undirbúa Míubox fyrir og afhenda.

Þegar Hugborg Eva sá Míu ofan í Míuboxinu sínu sagði hún strax Mía. Sönglaði svo Mía Mía Mía ! Ég sýndi henni Míu bangsann sem kemur bráðum og hún sagði Mía heima mér … hún fær heldur betur eitt stk Míu bangsa um leið og hann mætir.

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun janúar Míuboxins. Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Hugborgu Evu í dag.

@hulan.is @betteryou_island @watercolorbyruth @hunar.is @playroom.is @ninekids @eddautgafa @vonverslun @essei_heildverslun @isbudhuppu

Heimaprjónað frá yndislegu @dlindal.knit // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts