MARGRÉT & HEIÐAR

MARGRÉT & HEIÐAR

Margrét Inga og Heiðar fengu mars úthlutun á Míuboxi foreldra. Við afhentum þeim það á sunnudaginn sl. Ó hvað var gaman að kíkja til þeirra. Heiðar hafði orð á því að hann hafði hugsað að þau hjónin væru alltof tengd inní Mia Magic til að fá Míubox. (dóttir þeirra hefur setið fyrir á myndum fyrir herferðir okkar og svo er tenging Fríðu og Margrétar mikil þar sem þær tengjast extra böndum vegna sjúkdóma barna sinna).

Við mismunum engum sem sækir um. Hvort við þekkjum viðkomandi eða ekki. Þetta er svo lítill heimur og ísland enn minna og það að ætla að mismuna fólki því við þekkjum það er fráleitt. Gleðin hjá þeim hjónum var því stórkostleg þegar við mættum til þeirra.

Takk fyrir að taka á móti okkur kæru vinir. Dásamlegt að hitta ykkur og njóta seinniparts á fallegum sunnudegi með ykkur.

Í Míuboxi þeirra hjóna var íslensk hönnun sem heitir h.loft. stórkostlegt vörumerki sem ég mæli með að þið kíkið á.

Það er svo gaman að hafa íslenskar vörur í Míuboxunum. Elska það ! Takk h.loft fyrir að taka þátt í mars Míuboxinu.

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)

@hugrunheklaart @capehotel @nola.is @arkaheilsuvorur @taratjorva @h.loft @kokteilaskolinn  @noelstudios.is @bjarturogverold @s4s.is @bjorbodin @maxsi_jewelry

// Þórunn Eva og Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts