AXEL & THELMA

AXEL & THELMA

Apríl Míuboxið er ansi sérstakt að því leyti að það fór eitt Míubox til systkina sem eru ekkert smá mögnuð.

Í dag 14. apríl fórum við með boxið til þeirra Axels og Thelmu. Þau eiga afmæli sama dag þó það séu nokkur ár á milli þeirra. Þau eru bæði langveik en þó ekki með það sama sem hrjáir þau. Þau eru ótrúlega flottir krakkar og var ekkert smá gaman að fá að gleðja þau með Míuboxi.

(aðsend mynd)

Eins og alltaf þá hefðum við aldrei getað þetta án samstarfsaðila okkar og vá hvað við hjá Mia Magic erum endalaust heppin með allt þetta flotta fólk sem er tilbúið til að aðstoða okkur.

Innihald apríl barna Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan.
(öllum sóttvarnareglum var 100% fylgt í úthlutun dagsins)

Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxinu voru (Instagram nöfn fyrirtækjanna) @hulan.is @minitrend.is @playroom  @asbjornolafs  @barnabud.is @alinbyagustav @isbudhuppu @hunar.is @arkaheilsuvorur @rosakot.is @vangavelturlilju & @is_strikk

(Ef að þið smellið á mynd nr 1 þá stækkar hún og hægt er að skoða myndirnar stærri með því að nota örvarnar)

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts