SIGRÚN MARGRÉT

SIGRÚN MARGRÉT

Það er alveg magnað hvað litlar skottur geta haft áhrif á mann. Við Fríða brostum alla leið suður eftir þessa yndislegu heimsókn. Eða allavega þar til Fríða fór að geispa.. klukkan var orðin ansi margt fyrir tvær miðaldra á ferðalagi, þið skiljið sem skiljið.

Sigrún Margrét var tilnefnd fyrir Míuboxi fyrir þó nokkru síðan. Hún er sú fyrsta sem er tilnefnd án þess að viðkomandi þekki hana persónulega. Sem ég elska. Að það sé svona gott fólk til, mikið sem við fengum hlýtt í hjartað að lesa tilnefninguna hennar. Sigrún Margrét var í læknismeðferð í Svíþjóð þegar hún fékk tilnefninuna sína. Þegar ég fattaði að hún ætti afmæli snemma í september fannst mér fullkomið að afhenda henni boxið sitt á fyrsta afmælisdeginum hennar.

Ó hvað það var gaman að hitta hana. Við Fríða vorum spurðar hvort það mætti mynda okkur með skottunni og að sjálfsögðu var það í boði. Þvílíkur heiður að fá að vera beðin um að vera á mynd með svona flottri hetju. Þegar ég spurði Sigrúnu Margréti hvort hún vildi koma til mín var hún sko mega til í það, pabbi hennar ætlaði svo að taka hana en hún knúsaði mig þá bara enn meira. Hann fékk hana því ekki alveg strax. Ég naut þess bara að knúsa hana áfram, já og kynnast fleiri vinkonum sem óvænt létu sjá sig.

Þær Skinka og Pura voru heldur betur til í að kynnast okkur. Nei sko, þetta er það besta sem ég hef lent í. Mögulega vorum við Fríða svo spenntar að sjá þessi svín að við eltum þau hálfan hring í kringum íbúðarhúsið í sveitinni, hlupum svo hinn hringinn á móti þeim. Ætluðum sko alls ekki að missa af þessum svínum, little did we know að við hefðum aldrei misst af þeim svo heimakærar voru þær.

Það hefði þurft að vera til vídjó af þessu. Skinka og Pura eru auðvitað bara snilldar nöfn á þessar elskur.

Takk allir sem tóku þátt í september Míuboxinu hennar Sigrúnar Margrétar. Innihald september Míuboxins má sjá hér á myndunum fyrir neðan. Myndir birtar með leyfi.

@hulan.is @asbjornolafs @thebodyshopisl @rosakot.is @vonverslun @betteryou_island @lindhonnun @arkaheilsuvorur @playroom.is @ninekids @essei_heildverslun @minilist.is @dimmverslun

Heimaprjónað frá @knitbyasta // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts