VIÐAR DARRI

VIÐAR DARRI

Það skemmtilega við að hitta loksins fólkið sem maður hefur verið í instagram sambandi við er algjörlega magnað, það er eins og maður þekki það þó maður geri það ekki. Smá skrítið en ótrúlega gaman !

Viðar Darri og fjölskylda er þannig fólk. Mögnuð fjölskylda á svo margan hátt. Viðar Darri hefur óskað sér Míubox í dágóðann tíma núna en hann og mamma hans hún Birna hafa skoðað öll Míuboxin saman. Hann spurði mömmuna sína hvað maður þyrfti að vera búinn að vera veikur lengi til að fá Míubox? Viðar Darri en einungis níu ára og að barn á hans aldri hugsi svona segir manni svo ofsalega mikið. Mía mismunar engum eftir því hvenær börnin veiktust. Mía mismunar heldur ekki börnum eftir því hvernig veik þau eru.

Við segjum yfirleitt aldrei frá hvað er að hrjá börnin því okkur finnst það ekki skipta máli. Það sem skiptir máli eru börnin. Það sem skipti Míu máli þennan laugardaginn voru þrír strákar, það voru VIÐAR DARRI og dásamlegu bræður hans!

Viðar Darri á tvo bræður og fengu þeir líka smá pakka frá Míu !

Við erum svo þakklátar fyrir þennan nýja vin okkar því hann segir sko bara hlutina eins og þeir eru. Eins og maður á að gera, við lærðum því mikið í dag þó fullorðnar séum.

Takk fyrir að taka á móti okkur elsku Viðar Darri og fjölskylda !

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun Míuboxins. Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlega Viðar Darra og fjölskyldu.

@hulan.is @betteryou_island @watercolorbyruth @playroom.is  @eddautgafa @bjarturogverold @laugarasbio @flyovericeland @thebodyshopisl @arkaheildverslun @nexus.iceland

Heimaprjónað frá yndislegu @grannypoppinsknits (Svala Helga) í samstarfi við Maro Verslun // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

 

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts