Hversu gaman er að fá loks að rúlla inná Egilsstaði !!!?? GEGGJAÐ
Kata Hrönn er mögnuð og fengum við að kynnast henni fyrir rúmu ári þegar við afhentum Brynjari Leó syni hennar Míubox. Hann lést viku eftir að hafa fengið Míubox og hefur Kata Hrönn verið stór partur af Mia Magic síðan. Okkur þykir ótrúlega vænt um hana og því ótrúlega gaman að koma til hennar og afhenda henni sitt eigið dásamlega foreldra Míubox.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Kötu Hrönn. Borganes var fyrsta stopp, Blönduós næsta, Akureyri með Míubox barna þar á eftir og núna Egilsstaðir.
Við fórum með Kötu Hrönn út að borða á Gistihúsinu og afhentum henni Míuboxið hennar þar. Hún varð svo glöð með allt sem hún fékk. Við kíktum svo smá rúnt með henni og lóðsaði hún okkur upp að fallegum stað þar sem við fengum að sjá lítil sæt hreindýr. Þá Garp og Mosa. Kíktum svo aðeins í kirkjugarðinn til Brynjars Leó og erum við nú komnar á fallega hótelið 1001 ein nótt. Ef þið hafið ekki kynnt ykkur þann stað …. skellið ykkur í það núna. Þetta er svo falin perla hér á austurlandi.
Við kíktum í Vorhús á Akureyri og fengum í Míuboxið hennar Kötu veglega vörur frá þeim. Algjörlega dekrað við okkur, svo gaman að koma þangað. Takk fyrir að leggja okkur lið við að gera Míuboxið hennar svona dásamlega fallegt.
Þau fyrirtæki sem tóku þátt í Míuboxi mánaðarins (Instagram nöfn fyrirtækjanna)
@nola.is @taratjorva @thebodyshopisl @noelstudio.is @bluelagoonis @eldingwhalewatching @reykjavik_kitchen @arkaheilsuvorur @selhotelmyvatn @betteryou_iceland @vorhus
Takk elsku Birgitta (@birgittath81) fyrir enn eitt dásamlega eyrnabandið, hún er sko algjör prjónavél þessi dásamlega stelpu kona.
// Þórunn Eva og Fríða