Dásamlega Elvíra María fékk loksins Míuboxið sitt. Ég hitti þessa dásamlegu fjölskyldu í fallegri íbúð Barnaspítalans í nýja hverfinu við Hlíðarenda. Mér leið nú bara eins og ég væri komin til útlanda að rölta í þessu huggulega hverfi. Elvíra fékk dásamlega aðstoð frá stóru systir sinni við að opna Míuboxið sitt. Gott að eiga svona dásamlega systir.
Elvíra var ansi hrifin af burstanum sem hún fékk, sat og burstaði hárið sitt, ásamt því að skoða flottu dúkkuna og fallegu fötin sem hún fékk. Siglufjarðar mærin var svo á leið heim á sigló þetta sama kvöld og því ansi gaman að hafa náð að hitta á þau með Míuboxið. Ótrúlega gaman að hitta loksins Sigrúnu mömmu Elvíru, hún er ein af mörgum sem ég hef verið í sambandi við í gegnum instagram.
@hulan.is @moaogmia.is @dotari.is @essei_heildverslun @ninekids.is @dimmverslun @bjorkstore tóku þátt í fallega Míuboxinu hennar Elvíru Maríu. Takk allir sem tóku þátt í að gleðja fallegu skottuna. Ég er sjúk í þetta bangsa andlit, svo mjúkt kózý fiff.
Myndir af Míuboxi eru teknar af @rakelphoto
xo, Þórunn Eva