ÁSLAUG HULDA

ÁSLAUG HULDA

Áslaug Hulda er yndisleg 6 ára skotta sem býr á suðurnesjum. Þar sem veðrið var aðeins að gera vart við sig með mikilli snjókomu og leiðinlegu færi fengum við Landverðina til liðs við okkur að afhenda henni Áslaugu Huldu Míuboxið sitt.

Ótrúlega gaman að fara með Landvörðunum og gleðja með Míuboxi en systurnar þrjár fengu allar nýjustu bókina þeirra og þá sem kom út í fyrra. Við fengum sko aldeilis að heyra allskonar ofurhetju sögur og þó við værum með ofurhetju með okkur á rúntinum bað Áslaug Hulda okkur sérstaklega þegar við fórum að fara varlega á leiðinni heim. Hversu dásamlega er hún??

Allur ágóði af bókinni hjá Landvörðunum fer beint til Barnaspítala Hringsins og er gaman að geta hjálpað þeim að bera út boðskapinn. Við mælum með að þið kíkið á bókina þeirra og kynnið jafnvel jólasveininum fyrir henni. Það elska allir jólasveinar bækur í skóinn.

Yndislegt að sjá systur hennar Áslaugar Huldu þarna fyrir aftan að spjalla um bókina við Avion sjálfann. Takk yndislega fjölskylda að taka svona vel á móti okkur. Hlökkum til að hitta ykkur aftur sem allra fyrst.

Öllum sóttvarnarreglum var 100% fylgt við úthlutun Mía x Landveðir boxins

@hulan.is @thebodyshopisl @betteryou_island @playroom.is @eddautgafa www.fullttungl.is @góa.is @landverdirofficial @penninneymundsson

Heimaprjónað frá dásamlegu @gjoladesign // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.

// Þórunn Eva & Fríða

Newsletter

Subscribe to our newsletter and join our  subscribers.

Related Posts