Það er magnað að við séum búnar að afhenda mars Míuboxin. Það sem tíminn flýgur áfram. Að þessu sinni var það dásamlega Lárey Rut sem hlaut úthlutun og vá hvað var gaman að hitta hana og fjölskylduna hennar.
Systur hennar samglöddust henni svo sem mér finnst algjörlega geggjað. Hjálpuðu henni að taka uppúr boxinu sínu og skoða allt. Lárey Rut er algjör mamma í sér og eru dúkkur í miklu uppáhaldi. Brynja sem prjónaði fyrir þetta Míubox prjónaði einnig dásamlega dúkku peysu í stíl í við peysuna sem hún prjónaði fyrir Lárey Rut. Við gátum því ekki sleppt því að máta Míu í peysuna.
Brynja prjónaði í Míuboxið í samstarfi við Maro verslun. En við erum með prjónaskvísur fyrir alla mánuði þessa árs, sem við erum svo mikið að dýrka í döðlur. Fátt betra en smá ást í flíkunum sem við afhendum og er hvert og eitt prjónaverkefni sérstaklega prjónað fyrir þann sem fær Míuboxið.
Tanja Dagbjört prjónaði svo tvö eyrnabönd fyrir systurnar og skelltu þær þeim á sig um leið og þær tóku þau uppúr Míu töskunum sínum. Við byrjuðum fyrir nokkrum mánuðum að færa systkinum smá gjöf líka. Svo erfitt að mæta með Míubox og hinir horfa á. Núna fá allir smá glaðning.
Takk allir sem hjálpuðu okkur að gleðja dásamlegu Lárey Rut. Algjörlega ómetanlegt að hafa ykkur öll með.
@hulan.is @betteryou_island @watercolorbyruth @playroom.is @ninekids @eddautgafa @essei_heildverslun @isbudhuppu @dimmverslun @thebodyshopisl @arkaheildverslun @maroverslun
Heimaprjónað frá yndislegu Brynju Gunnars // við elskum heimaprjónað í Míuboxin.
@knitbytanjadagbjort prjónaði svo fyrir systurnar.
// Þórunn Eva & Fríða